Pikkið komið fyrir enska boltann!

Nú er hægt að Pikka fyrir íslenska og enska boltann. Skiptu á milli deilda með einu klikki, einfalt og þægilegt. Pikkið er í samstarfi með Tuborg Grön Léttöl sem gefur vinninga í hverjum mánuði.

Spáðu fyrir um úrslit og markaskor hverrar umferðar

Markmið leiksins er að spá fyrir um úrslit í hverri umferð. Annarsvegar þarf að spá fyrir um úrslit leiksins (1,x eða 2) og hinsvegar markamun. Stig eru veitt fyrir þá leiki sem er rétt spáð fyrir um og safnast stigin þín saman yfir allt tímabilið.

Nýjungar fyrir enska boltann
• Pikkaðu margar umferðir fram í tímann.
• Skiptu á milli enska og íslenska boltans með einum smelli. Einungis þarf að hafa einn aðgang.

Safnaðu stigum í hverri umferð fyrir rétt úrslit

Fyrir hver rétt spáð úrslit fást 3 stig og fyrir réttan markamun fæst 1 stig. Í hverri umferð er valinn einn leikur sem gildir tvöfalt, þ.e. öll stig sem fást fyrir þann leik margfaldast með 2.

Kepptu í topplistanum eða einkadeildum með vinum þínum

Allir sem skrá sig til leiks keppa í Topplistanum. Einnig er hægt að stofna einkadeildir þar sem vinir geta keppt innbyrðis í leiknum.

Frítt að spila

Skráðu þig og skoraðu á vini!